Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurflug teygir út anga sína
Miðvikudagur 13. desember 2006 kl. 12:18

Suðurflug teygir út anga sína

Nýlega var undirritaður afgreiðslusamningur milli Suðurflugs ehf og  Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Nú er Suðurflug orðinn formlegur afgreiðsluaðili í FLE og þar með engar takmarkanir á umsvifum Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli segir í fréttatilkynningu.

Suðurflug hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu tvö ár. Nú er Suðurflug eitt af þremur stærstu flugafgreiðsluaðilum á  Keflavíkurflugvelli. Með stórauknum fjölda viðskiptavina samfara mikilli aukningu á starfseminni á Keflavíkurflugvelli hefur fyrirtækið tvöfaldað starfsmannafjöldann. Suðurflug er eitt þeirra sprotafyrirtækja sem hefur haldið áfram að vaxa á Keflavíkurflugvelli þótt varnarliðið hafi haldið á braut.

Mynd frá undirritun afgreiðslusamningsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024