Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurflug afgreiðir Varnarliðsvélar
Þriðjudagur 25. október 2005 kl. 12:18

Suðurflug afgreiðir Varnarliðsvélar

Bandaríski flugherinn og Suðurflug ehf á Keflavíkurflugvelli hafa gert samning um rekstur flugafgreiðslu varnarliðsins sem annast þjónustu við herflugvélar og aðrar flugvélar á vegum Bandaríkjastjórnar og annarra Atlantshafabandalagsríkja sem leið eiga um Keflavíkurflugvöll.

Samningurinn tekur gildi 1. desember n.k. og felur í sér rekstur flugumsjónar og vöruafgreiðslu, hleðslu og farþegaskráningu sem unnin hefur verið af liðsmönnum og starfsmönnum varnarliðsins.

Loftflutningar Bandaríkjahers eru í höndum bandaríska flughersins sem annast þá með eigin flugvélakosti og leiguflugvélum. Þjónustan við flug þetta er einnig á hendi flughersins og felur hann rekstur flugþjónustunnar verktökum í flestum tilvikum með þeim hætti sem nú verður tekinn upp hjá varnarliðinu.

Undirbúningur þessarar breytingar hefur staðið allengi en starfsmenn flotastöðvar varnarliðsins munu eftir sem áður annast þann hluta hlaðþjónustu sem snýr að flugfarinu sjálfu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024