Suðurbygging Leifsstöðvar fær verðlaun fyrir byggingarlist
Suðurbygging Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hlaut menningarverðlaun DV í dag. Menningarverðlaunin voru afhent í 24. sinn í dag. Menningarverðlaunin eru veitt í sjö listgreinum. Þetta er fjórða árið í röð sem bygging á Suðurnesjum fær verðlaun DV fyrir byggingarlist. Áður hafa Eldborg í Svartsengi, Bláa lónið og Safnarðarheimili Keflavíkurkirkju hlotið verðlaunin.Menningarverðlaun DV í byggingarlist: Andersen & Sigurðsson, Holm & Grut í samstarfi við Steinar Sigurðsson hjá Manfreð Vilhjálmssyni Arkitektum fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stækkun.
Verðlaunagripirnir eru að þessu sinni úr silfri og gerðir af gullsmiðunum Ástþóri Helgasyni, Hörpu Kristjánsdóttur og Kjartani Erni Kjartanssyni hjá OR-gullsmiðum, Laugavegi 37.
Verðlaunagripirnir eru að þessu sinni úr silfri og gerðir af gullsmiðunum Ástþóri Helgasyni, Hörpu Kristjánsdóttur og Kjartani Erni Kjartanssyni hjá OR-gullsmiðum, Laugavegi 37.