Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurálma hraunsins virðist hafa stöðvast og rennslið teygir sig til austurs
Þriðjudagur 11. júlí 2023 kl. 09:22

Suðurálma hraunsins virðist hafa stöðvast og rennslið teygir sig til austurs

Verulega hefur dregið úr afli og framleiðni gossins við Litla-Hrút. Suðurálma hraunsins virðist hafa stöðvast og samfara því hefur rennslið dreift úr sér og teygir sig meira í austurátt. Þetta segir Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá.

Framleiðnin virðist vera svipuð því sem mældist í fyrri gosum (~10 m3/s?). „Í þessu samhengi er rétt að minnast aðeins á losun brennisteins í gosinu. Ef við gerum ráð fyrir því að samsetning kvikunnar er svipuð þeirri sem kom upp í fyrri gosum Fagradalsfjallselda, þá myndi, samkvæmt reynsluformúlu Þorvaldar Þórðarsonar o.fl. (2004), framleiðni upp á ~40 m3/s leysa af sér um 16000 tonn af SO2 út í andrúmsloftið á dag. Það virðist vera að gosið hafi haldið þessari framleiðni fyrstu ~5 klukkustundirnar, sem þýðir að á þeim tíma setti gosið af sér rétt yfir 3000 tonn af SO2, sem samsvarar ~600 tonnum/klst., og skýrir mengunina sem var í grennd við eldstöðvarnar í upphafi goss. En þar sem dregið hefur verulega úr kvikframleiðninni, þá hefur að sama skapi dregið úr brennisteinsmengunin og hún er líklega komin niður í ~4000 tonn/dag eða um 150 tonn/klst.,“ segir á Facebook-síðu rannsóknarstofunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmyndarinn Ingibergur Þór Jónasson frá Grindavík, náði nokkrum myndum í gær. Hægt er að sjá ljósmyndir hans á Instagam: Ingib.thor