Suður með sjó í Hlaðvarpi Víkurfrétta
Nú er hægt að nálgast sex fyrstu þættina af Suður með sjó í Hlaðvarpi Víkurfrétta. Nálgast má nýjasta þáttinn þar sem rætt er við Ingu Karlsdóttur á Kýpur í spilara með þessari frétt.
Suður með sjó er þáttaröð sem hófst í vor hér á vf.is en þættirnir eru einnig sýndir á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á mánudagskvöldum kl. 21:30.
Víkurfréttir vista Hlaðvarpið hjá streymisveitunni Anchor en hún sér svo um að koma efninu áfram á veitur eins og Spotify og fleiri veitur. Með því að leita að „Hlaðvarp Víkurfrétta“ má finna þættina Suður með sjó á nokkrum streymisveitum.