Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðlægar áttir og væta
Miðvikudagur 27. ágúst 2008 kl. 09:19

Suðlægar áttir og væta

Sunnan og suðaustanáttin verður ríkjandi fram yfir helgi við Faxaflóasvæðið með tilheyrandi væt. Spáin gerir ráð fyrir suðlægr átt í dag, 3-8 m/s, skýjuðu með köflum og skúrum á stöku stað. Austan 5-8 seint á morgun. Hiti 8 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Austan og síðan suðaustan 10-18 m/s, hvassast S-til, en norðaustan 15-20 á Vestfjörðum og talsverð rigning um allt land. Úrkomuminna og mun hægari norðaustanlands seinni partinn. Hiti 8 til 13 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt, 5-10 m/s og vætusamt sunnan- og suðaustantil, en bjart með köflum norðan- og vestanlands. Milt í veðri.

Á mánudag:
Norðaustanátt, rigning, einkum suðaustanlands og kólnandi veður.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt og víða bjart, en dálítil væta suðaustantil. Heldur hlýnandi veður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024