Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðlægar áttir og væta
Miðvikudagur 6. september 2006 kl. 08:35

Suðlægar áttir og væta

Á Garðskagavita voru NV4 og rúmlega 9 stiga hiti klukkan 8.
Klukkan 6 í morgun var hæg norðvestlæg átt. léttskýjað vestan- og sunnanlands en væta NA- og A-landi. Hiti var 1 til 10 stig, svalast á Þingvöllum og Húsafelli en hlýjast á Neskaupstað.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðvestan 3-5 m/s og léttskýjað. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp síðdegis, 8-15 og rigning í kvöld. Suðvestan 5-8 og skúrir í fyrramálið en suðlægari og rigning síðdegis á morgun. Hiti 8 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hægviðri. Bjartviðri sunnan- og vestanlands og léttir til NA- og A-lands. Suðaustan 8-15 m/s og rigning vestantil í kvöld. Suðvestan 5-8 og skúrir vestanlands í fyrramálið en suðlægari og rigning þar síðdegis á morgun. Rigning á SA-landi en úrkomuminna á N- og A-landi. Hiti 8 til 15 stig að deginum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024