Suðlægar áttir og rigning á morgun
Á Garðskaga voru SSV 6 klukkan 9 og hiti tæp 11 stig.
Klukkan 6 í morgun var enn norðvestan 8-13 allra austast, annars hægari suðvestlæg átt. Skýjað var með suðvesturströndinni og við Faxaflóa annars yfirleitt heiðskírt eða léttskýjað. Hiti var 7 til 11 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 3-8 og skýjað en þurrt en sunnan 8-10 og súld síðdegis. Suðaustan 8-13 og rigning í kvöld og nótt en 10-15 og talsverð rigning í fyrramálið. Suðvestlægari, 8-13, og skúrir seinni partinn á morgun. Hiti 8 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 3-8 í dag og léttskýjað N- og A-lands en skýjað og súldarvottur sunnanlands og vestan. Vaxandi sunnanátt vestantil, 10-15 m/s og fer að rigna seinni partinn. Sunnan 8-15 um allt land í nótt og rigning eða súld víðast hvar. Enn hvassara á morgun, allt að 20 m/s á hálendinu og talsverð rigning um landið sunnan- og vestanvert. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA- og A-landi.