Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðlægar áttir og hlýtt
Miðvikudagur 24. mars 2004 kl. 07:31

Suðlægar áttir og hlýtt

Klukkan 6 var vestlæg átt, víða 5-10 m/s, en hvassari á annesjum norðantil. Skýjað með köflum var víðast hvar og dálítil súld eða rigning á stöku stað sunnantil og á Norðvesturlandi, en annars yfirleitt þurrt. Hiti var 0 til 8 stig, hlýjast í Neskaupstað, en svalast í Hvanney og Vattarnesi.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestlæg átt, víða 8-15 m/s, hvassast norðvestantil, en lægir þegar líður á daginn. Suðlægari með kvöldinu og hvessir vestantil í nótt. Suðvestan 13-20, hvassast vestantil á morgun. Dálítil rigning eða súld á stöku stað í dag, einkum vestantil. Fer að rigna um landið vestanvert í kvöld og rigning með köflum á morgun, síst þó austan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 8 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024