Suðlægar áttir og éljagangur
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Vaxandi suðaustanátt og þurrt að kalla, 10-18 m/s og rigning síðdegis, hvassast sunnantil. Snýst í sunnan 8-13 með éljum í kvöld og lægir síðan. Suðlæg átt, 5-13 og éljagangur á morgun. Hiti 0 til 4 stig, en um frostmark í uppsveitum, kólnar á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Sunnanátt, víða 5-10 m/s með snjókomu og síðar éljum, en léttir til NA-lands. Frost 0 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Fremur hæg suðlæg átt og éljagangur S- og V-lands, en lengst af bjartviðri á norðanverðu landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast NA-lands.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt og dálítil él sunnan- og vestantil. Gengur í norðaustan og norðan 10-18 m/s austantil á landinu um kvöldið með snjókomu eða slyddu, fyrst og úrkomumest SA-lands. Frost 0 til 8 stig, en hiti 1 til 4 stig við austurstöndina.
Á föstudag:
Vestlæg átt með snjókomu, en úrkomulítið SV-lands. Harðandi frost.
Á laugardag:
Útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu, en lengst af þurrt vestantil á landinu. Frost 2 til 8 stig.
Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt og vætusamt. Vægt frost.