Suðlægar áttir í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt, víða 5-10 m/s um landið vestanvert fram til kvölds, en annars hægri vestlægri eða breytilegri átt. Skýjað með köflum í dag og dálítil súld vestantil öðru hverju, en annars víða léttskýjað. Skýjað að mestu á morgun og súld með köflum, en léttskýjað á Suðausturlandi. Hiti 0 til 8 stig í dag, en 4 til 10 á morgun, hlýjast vestanlands.