Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðlægar áttir framundan
Föstudagur 22. ágúst 2008 kl. 09:21

Suðlægar áttir framundan

Veðurspáin fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð suðvestan 3-8 m/s, skýjuðu en úrkomulitlu. Suðaustan 8-10 með rigningu síðdegis. Sunnan og suðvestan 8-10 og rigning með köflum á morgun. Hiti 10 til 15 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:
Suðaustlæg átt, víða 3-10 m/s og rigning eða súld, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 10 til 15 stig.

Á mánudag:
Breytileg átt og rigning í öllum landshlutum. Áfram fremur milt.

Á þriðjudag:
Suðvestan- og sunnanátt með vætu sunnan- og vestanlands, en annars þurrt. Milt veður.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt og víða dálítil væta, en bjart suðaustanlands. Kólnar lítillega.

Á fimmtudag:
Breytileg átt og úrkomulítið, en milt veður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024