Suðlæg og síðar breytileg átt
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir vestlægri átt, 3-8 og skýjað að mestu, en úrkomulítið. Suðlæg og síðar breytileg átt og rigning eða súld með köflum í kvöld og á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðvestan 3-8 m/s og skýjað, en úrkomulítið. Breytileg átt, 3-8 og dálítil rigning í kvöld og nótt, en þurrt að kalla á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Suðvestlæg átt, víða 3-10 m/s, hvassast NV-lands og skýjað, en dálítil rigning eða súld um sunnanvert landið. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á A-landi.
Á fimmtudag (þjóðhátíðardagurinn):
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjartviðri. Hiti 13 til 20 stig suðvestantil á landinu, en annars 7 til 13.
Á föstudag:
Suðlæg átt, skýjað og fer að rigna V-lands, en bjartviðri á austanverðu landinu. Hlýtt í veðri, einkum fyrir norðan og austan.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Suðvestan- og vestanátt og rigning með köflum, en þurrt að kalla SA- og A-lands. Kólnar heldur.