Suðlæg átt og væta
Veðurhorfur við Faxaflóa í dag
Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 og skúrir eða súld með köflum, en norðvestan 3-8 og þurrt að kalla í nótt og á morgun. Hiti 4 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring
Suðaustan 8-13 m/s og rigning eða rigning með köflum, en sunnan 3-8 og skúrir SV-til. Dregur úr vindi SA- og NV-til í dag og úrkomu seinnipartinn. Austan og norðaustan 5-13 á morgun, hvassast á annesjum N-til. Rigning, einkum austanlands, skúrir nyrðra, en þurrt að kalla um landið SV-vert. Hiti yfirleitt 4 til 10 stig.