Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðlæg átt og og él
Fimmtudagur 17. janúar 2008 kl. 09:25

Suðlæg átt og og él

Spáð er suðlægri átt við Faxaflóann í dag ,5-13 m/s og éljum. Hægari austan átt og þurrt að kalla í nótt. norðan 10-13 og léttir til á morgun. Frost 0 til 7 stig, kaldast í uppsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Stíf vestanátt. Él vestanlands en minnkandi snjókoma norðanlands. Skýjað með köflum sunnanlands og á Austfjörðum. Frost 0 til 8 stig.

Á sunnudag:
Norðlæg átt. Él norðaustanlands, annars léttskýjað. Frost 0 til 10 stig, minnst úti við sjóinn.

Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt og léttskýjað að mestu. Frost 0 til 10 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir hvassa suðaustan átt með slyddu eða rigningu sunnanlands og hlýnandi veðri en mun hægari og skýjað með köflum norðanlands.

Á miðvikudag:
Suðvestan átt með slydduéljum en rofar til norðaustanlands. Kólnandi veður.

 

 

www.vedur.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024