Suðaustanátt og rigning með köflum
Klukkan 6 í morgun var fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt á landinu. Skýjað með köflum á Norðurlandi annars skýjað að mestu og þokuloft allra austast á landinu og á Vestfjörðum, en súld á stöku stað suðvestantil. Hiti 7 til 14 stig, kaldast á Austfjörðum en hlýjast við Mývatn.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 8-15 m/s, hvassast við ströndina. Rigning með köflum, en talsverð rigning um tíma í kvöld. Sunnan og suðvestan 3-8 á morgun og skúrir. Hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Sunnan og suðaustanátt, 8-13 m/s suðvestantil annars mun hægri. Bjartviðri á Norður- og Norðausturlandi fram eftir degi, annars skýjað og rigning með köflum sunnan og vestantil. Sunnan og suðvestan 3-8 á morgun og léttir aftur til norðaustanlands en annars skýjað að mestu og stöku skúrir. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Suðaustan 5-10 m/s. Úrkomulítið á N- og NA-landi en annars rigning eða súld. Hægari S-átt og skúrir síðdegis. Hiti 12-20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á sunnudag: Vestan- og suðvestanátt. Víða skúraleiðingar, en þurrt að mestu austanlands. Heldur kólnandi veður. Á mánudag (Frídag verslunarmanna): Suðvestanátt og skúrir fram eftir degi vestantil á landinu, en annars bjartviðri. Hiti 10 til 18 stig.