Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðaustanátt og dálítil rigning
Föstudagur 15. júní 2007 kl. 09:18

Suðaustanátt og dálítil rigning

Klukkan 6 var fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt á landinu. Dálítil rigning um landið suðvestanvert, en annars skýjað og sums staðar þokumóða. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast á Skarðsfjöruvita.

Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning öðru hverju. Hiti 8 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu:
Suðaustan 5-10 og dálítil rigning öðru hverju suðvestan- og vestantil. Hæg breytileg átt eða hafgola í öðrum landshlutum, skýjað að mestu og yfirleitt þurrt í dag, en léttir heldur til á morgun. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast í innsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Hæglætisveður fram á fimmtudag. Lítilsháttar væta af og til sunnan- og vestantil á sunnudag. Annars skýjað með köflum eða léttskýjað og talsverðar líkur á þoku með ströndinni. Hiti víða 10 til 18 stig að deginum.


VF-mynd: Ellert Grétarsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024