Suðaustan stormur eða -rok á morgun
Djúp lægð kemur að landinu og spáð er suðaustan stormi eða -roki með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s og hviður yfir 40 m/s með talsverðri rigningu á láglendi. Þessi lægð gæti raskað samgöngum, einkum undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Þetta kemur fram í viðvörun frá Veðurstofu Íslands.
Tilkynning á síðu lögreglunnar er svona:
Fyrsti í fjúkandi trampólínum á morgun, sunnudag, segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Annað kvöld er von á mjög slæmu veðri hjá okkur á Reykjanesskaganum. 17-20 metrar og upp í 40 í hviðum. Í dag er því kjörið að skella sér út og fergja lausa muni í nærumhverfinu og koma þannig í veg fyrir fljúgandi trampólín og stórskemmda Weber-a.