Suðaustan rok og appelsínugul viðvörun
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland og Faxaflóa. Viðvörun tók gildi núna kl. 23 og gildir til kl. 05 í fyrramálið, fimmtudagsmorgun við Faxaflóa en til kl. 04 á Suðurlandi.
Faxaflói: 5 jan. kl. 23:00 – 6 jan. kl. 05:00
Suðaustan 23-28 m/s og mjög snarpar vindhviður við fjöll. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.
5 jan. kl. 23:00 – 6 jan. kl. 04:00
Suðaustan 23-28 m/s og mjög snarpar vindhviður við fjöll. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Einnig má búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.