Suðaustan rok eða ofsaveður í nótt
Samkvæmt nýjustu spágögnum á vef Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir að veður verði orðið verulega slæmt strax kl. 02 í nótt en nái hámarki milli kl. 04 til 06 í fyrramálið. Þá dregur hratt úr veðurhæðinni en þá getur hins vegar orðið eldingaveður. Rauð veðurviðvörun er í gangi frá kl. 04:00 í nótt og til kl. 08:30 í fyrramálið.
Suðaustan rok eða ofsaveður með snjókomu og skafrenningi (Rautt ástand) - 7 febrúar kl. 04:00 – 08:30
Suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni. Miklar líkur á foktjóni og samgöngutruflunum. Fólki er ráðlagt að ganga vel frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.