Suðaustan og talsverð rigning
Í dag verður suðaustanátt við Faxaflóa, 13-20 m/s og talsverð rigning, hvassast á Kjalarnesi, en 8-15 og úrkomuminna síðdegis. Sunnan og suðvestan 8-13 og rigning með köflum á morgun. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 10-18 með rigningu. S 5-10 og úrkomuminna síðdegis, en hægari annað kvöld. Hlýnar, hiti 5 til 7 í dag, en 1 til 4 seint á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 5-10 m/s og slydda eða snjókoma með köflum og rigning syðst, en úrkomulítið NA-til. Frostlaust við sjóinn en annars vægt frost.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eðs snjókoma A-lands og á Vestfjörðum, en annars hæg breytileg átt og úrkomulítið. Frost víða 0 til 10 stig, mest inn til landsins, en frostlaust syðst.
Á föstudag:
Ákveðin norðlæg átt með ofankomu víða á landinu, en úrkomulítið á V-landi. Kólnandi veður.
Á laugardag:
Hægir vindar og bjartviðri framan af degi, en síðan vaxandi suðaustanátt og þykknar upp. Áfram kalt í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir stífa suðaustanátt með slyddu eða rigningu, en snjókomu NA-til og hlýnandi veður.
Heimild: Veðurstofa Íslands