Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðaustan með snjókomu
Miðvikudagur 14. janúar 2009 kl. 08:16

Suðaustan með snjókomu

Suðaustan 5-10 og dálítil él, en úrkomulítið norðantil. Hvessir í kvöld, austan 13-18 í nótt og snjókoma eða slydda með köflum, sums staðar hvassari í vindstrengjum. Hægari eftir hádegi á morgun. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Austan hvassviðri og sums staðar stormur, en hægari undir kvöld. Víða úrkomusamt, en talsverð snjókoma eða slydda á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hlýnandi veður, hiti yfirleitt 0 til 7 stig síðdegis, hlýjast um suðaustanvert landið.

Á föstudag og laugardag:
Suðlæg átt, víða 5-13 m/s með éljum, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti kringum frostmark, en frost til landsins.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með snjókomu, einkum um norðanvert landið. Fremur svalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024