Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðaustan með rigningu
Mánudagur 2. nóvember 2009 kl. 08:14

Suðaustan með rigningu


Í dag gengur í suðaustan 10-15 m/s við Faxaflóann með dálítilli rigningu eða slyddu, einkum við sjávarsíðuna. Norðaustan 5-10 og léttir til á morgun. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Vaxandi austanátt og þykknar upp, 8-13 m/s og dálítil rigning upp úr hádegi. Norðaustan 5-8 og léttir til á morgun. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Norðaustan 8-13 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið SV-lands. Hiti 0 til 6 stig.

Á miðvikudag:
Norðan 10-15 m/s og slydda eða snjókoma á N-verðu landinu og rigning A-til, en þurrt SV-lands. Heldur kólnandi veður.

Á fimmtudag:
Hæg norðannátt og skýjað með köflum, en dálítil él N-og A-lands. Vaxandi suðaustant með slyddu V-lands um kvöldi. Hiti 1 til 5 stig við suðurströndina, en annars vægt frost.

Á föstudag:
Suðaustanátt með slyddu eða rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.

Á laugardag og sunnudag:
Hægar suðaustlægar áttir og skúrir eða slydduél.
--

Ljósmynd/elg – Kleifarvatn var spegilslétt í fallega veðrinu sem lék við Reyknesinga í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024