Suðaustan 18-23 um tíma í kvöld
Faxaflói: Sunnan 13-20 m/s með vætu. Suðaustan 18-23 um tíma í kvöld og fram yfir miðnætti og bætir í rigninguna. Snýst í suðvestan 5-10 í nótt og fyrramálið með skúrum og síðar éljum. Hiti 3 til 8 stig, en kaldara á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 10-18 m/s með dálítilli vætu. Suðaustan 15-23 um tíma í kvöld og bætir í rigninguna. Snýst í suðvestan 5-10 í nótt og fyrramálið með skúrum og síðar éljum. Hiti 4 til 8 stig, en kaldara á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 8-13 m/s og él, en birtir til A-lands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.
Á mánudag:
Suðvestan 8-13 m/s og él. Gengur í suðaustan 13-18 með slyddu og síðar rigningu seinni partinn, en þurrt að kalla NA-lands. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig um kvöldið.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt með éljum, en úrkomulítið N- og A-lands. Kólnandi veður.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir allhvassa suðvestlæg átt með éljagangi, en úrkomulítið NA-til. Kalt í veðri.