Suðaustan 18-23 í kvöld með slyddu eða rigningu
Í morgun klukkan 06 var suðvestan og sunnan 8-13 m/s og él S- og V-lands, annars þurrt. Kaldast var 2 stiga frost við Mývatn, en hlýjast 5 stiga hiti á Dalatanga.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 5-13 m/s og él, þurrt NA-til. Hiti kringum frostmark. Hvessir síðdegis og hlýnar smám saman, fyrst S- og V-lands. Víða suðaustan 18-23 í kvöld með slyddu eða rigningu, talsverð eða mikil úrkoma um landið SA-vert. Hiti 1 til 7 stig. Sunnan 13-20 á morgun og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 5-10 m/s og él. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og slydda, en 15-23 og rigning í kvöld. Hiti kringum frostmark, en að 7 stigum í kvöld. Sunnan og síðar suðvestan 10-18 á morgun og rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 4 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Allhvöss eða hvöss suðvestanátt á fimmtudag og slydduél eða él og kólnar smám saman. Á föstudag og laugardag er útlit fyrir hægari vind á landinu, él á víð og dreif og kalt í veðri. Á sunnudag má búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með rigningu og hlýnandi veðri, en suðvestlægari, él og kólnar heldur á mánudag.