Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sú rússneska situr sem fastast
VF myndir frá slysstað, Eyþór Sæmundsson.
Þriðjudagur 23. júlí 2013 kl. 09:19

Sú rússneska situr sem fastast

Engar tafir á flugi enn sem komið er

Rússneska flugvélin sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli situr enn sem fastast við brautarenda flugbrautar 29. Ástæðan fyrir því er að vélin, sem er af gerðinni Sukhoi SuperJet-100, hefur ekki verið fjarlægð er sú að eigendur vélarinnar og tryggingaraðilar eru á leið til landsins að meta skemmdir vélarinnar.

Engin röskun hefur orðið á flugi enn sem komið er, en samkvæmt upplýsingum frá Isavia hefði líklega getað orðið röskun á flugi ef um hefði verið að ræða aðra flugbraut. Það fari þó eftir veðri og vindum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Svo virðist sem flugvélin hafi ekki náð að setja lendingarbúnað niður en vélin rann eftir flugbrautinni á hreyflunum einum saman. Eins og áður hefur komið fram slasaðist einn af fimm farþegum en sá ökklabrotnaði. Samkvæmt heilmildum Víkurfrétta munu flutningar vélarinnar ekki vefjast fyrir starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Einungis er beðið eftir því að rannsókn ljúki og eigendur og tryggingaraðilar ljúki störfum, svo verði vélin fjarlægð.

Rannsóknarnefnd Samgöngumála og Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins en á þessari stundu er ekki vitað með vissu hvað olli slysinu. Umrædd flugvél hefur verið sl. mánuð við tilrauna- og æfingaflug á Keflavíkurflugvelli á vegum framleiðanda vélarinnar.