Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styttri opnunartími á veitingahúsum í Reykjanesbæ
Mynd af skemmtistaðnum Center við Hafnargötu.
Miðvikudagur 9. janúar 2013 kl. 12:04

Styttri opnunartími á veitingahúsum í Reykjanesbæ

Opið til 01:00 á fimmtudögum

Lögreglan á Suðurnesjum og Reykjanesbær hafa að undanförnu unnið að því að endurnýja samkomulag við veitingamenn í Reykjanesbæ. Samkomulagið er að nokkru leyti byggt upp á samkomulagi sem gert var árið 2007, en hefur þó verið uppfært með reynslu fyrra samkomulagsins að leiðarljósi.

Í nýja samkomulaginu styttist opnunartíminn m.a. á fimmtudögum umtalsvert, en þar er gert ráð fyrir staðirnir loki eigi síðar en 01:00 og að allri áfengissölu sé lokið klukkan 01:00. Gestir skulu hafa yfirgefið veitingastaðinn eigi síðar en einni klukkustund eftir lokun hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veitingamönnum er heimilt að um helgar og almenna frídaga sé í síðasta lagi opið til kl. 04:30 að nóttu, þannig að ekki verði hleypt inn á staðinn  eftir kl. 04:30 og að allir gestir hafi yfirgefið veitingastaðinn kl. 05:00. Þá skal áfengissölu lokið kl. 04:30.

Eftirlit með ungmennum undir aldri verður eflt í samræmi við 5. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 og að ungmenni undir 20 ára aldri fái ekki selt, veitt eða afhent áfengi sbr. 18. gr. áfengislaga nr. 75/1998.

Þó nokkrar ábendingar hafa borist til lögreglu og bæjaryfirvalda á undanförnum árum, þess efnis að ungmenni undir aldri hafi komist inn á veitingastaði. Rétt er að vekja sérstaka athygli á að skilríkjafals er alvarlegt lögbrot og er meðhöndlað sem slíkt.

Útideild Reykjanesbæjar verður á vaktinni ásamt lögreglu flestar helgar og ábendingar til Útideildar eru vel þegnar á [email protected]

Reykjanesbær hefur lagt áherslu á það við veitingamenn, að snyrtilegt umhverfi utan veitingastaðanna og almenn umhirða í nágrenni þeirra, sé eitt lykilatriðið í samkomulaginu og muni hafa áhrif á framkvæmd þess.