Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styttist í nýja vatnsrennibraut og potta í Sundmiðstöð Keflavíkur
Vatnslaus útilaug og framkvæmdir á fullu allt í kring við nýja vatnsrennibraut, heita og kalda potta og ný gufuböð. Gröfur, tæki og vinnandi menn á framkvæmdasvæðinu.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 27. nóvember 2020 kl. 07:34

Styttist í nýja vatnsrennibraut og potta í Sundmiðstöð Keflavíkur

Framkvæmdir við Sundmiðstöð Keflavíkur ganga vel

Framkvæmdir í Sundmiðstöð Keflavíkur ganga vel og ekki ólíklegt að útilaug og eldri pottar opni á næstu vikum en það er þó líka háð ákvörðun yfirvalda sem lokuðu öllum sundlaugum fyrir nokkrum vikum.

Framkvæmdir á útisvæði hófust síðla sumars og voru komnar nokkuð á veg þegar ljóst var að taka þurfti upp göngusvæðið og ákveðið að leggja nýja hitalögn í það allt í kringum útisundlaugina og heitu pottana. Það mun hafa áhrif á framkvæmdatímann og tefur verkið eitthvað. Einhver töf hefur einnig komið upp hjá framleiðendum í útlöndum í afhendingu hluta vegna veirunnar en vonast er til að hún verði ekki löng.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það voru tæknileg atriði sem komu upp í framkvæmdunum við undirbúning vatnsrennibrautarinnar og fleira þannig að það þurfti að taka upp göngusvæðið úti við og nú er verið að setja niður hitaleiðslur sem er talsverð vinna. Það verður auðvitað miklu betra fyrir alla þegar því lýkur en framkvæmdir taka þar af leiðandi lengri tíma,“ segir Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður, í stuttu spjalli við Víkurfréttir. Að sögn Hafsteins er ekki hægt að tímasetja framkvæmdalok en vinnan gengur vel. Í þessum framkvæmdum er verið að gera nýja heita potta til viðbótar við þá sem eru, nýjan kaldan pott, gufubað og útisvæði við búningsklefa. Þá verður sett upp ný og glæsileg rennibraut sem kemur frá Tyrklandi.

Nýr heitur pottur flísalagður.

Nýr kaldur pottur verður ekki fiskikar.

Lágur heitur legupottur.

Það var mikið í gangi þegar Víkurfréttir litu við í Sundmiðstöð Keflavíkur.