Styttir upp síðdegis
Gert er ráð fyrir norðvestanátt við Faxaflóann í dag. Vindur verður á bilinu 3-8 m/s, dálítil rigning framan af degi og styttir síðan upp. Bjart veður á morgun. Hiti 11 til 18 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðlæg átt, 3-8 m/s og dálítil rigning framan af degi, en styttir síðan upp. Bjart veður á morgun. Hiti 11 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og súld N- og A-lands, en annars bjart með köflum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast SV-til.
Á fimmtudag:
Hæg suðlæg átt og dálítil væta S- og V-lands, léttir til fyrir norðan og austan. Hiti 12 til 18 stig, hlýjast NA-lands.
Á föstudag:
Suðaustlæg átt og rigning S- og V-lands, en annars hægari og úrkomulítið. Hiti 10 til 15 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt með vætu syðst á landinu, en annars úrkomulítið og milt veður.
Á mánudag:
Útlit fyrir hæglætisveður og þurrt að mestu.