Styttir upp í kvöld
Spá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir suðaustan 5-10 m/s, skýjuðu og dálítilli rigningu eða súld með köflum. Styttir upp undir kvöld. Hæg suðlæg eða breytileg átt í nótt og á morgun, skýjað og þurrt að kalla. Hiti 6 til 11 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað og dálítil væta af og til vestantil á landinu, en annars þurrt að mestu. Hiti 5 til 10 stig, en 1 til 7 stig með norðurströndinni.
Á fimmtudag og föstudag:
Austan 8-13 m/s og dálítil rigning með suðurströndinni, en úrkomulítið annars staðar. Hiti víða 7 til 13 stig.