Styttir upp í kvöld
Við Faxaflóann er gert ráð fyrir austan og norðaustan, 5-13 m/s í dag. Dálítil slydda eða rigning. Lægir og styttir upp í kvöld. Norðaustan 5-10 og léttskýjað á morgun. Hiti 1 til 7 stig, en um frostmark í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Austlæg átt, 8-13 m/s og dálítil rigning eða slydda SV-lands, en annars stöku él. Hiti 0 til 5 stig S- og V-lands, en annars kringum frostmark.
Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 13-15 m/s og slydda eða rigning S-lands, dálítil snjókoma norðaustan til, en annars stöku él. Hiti 0 til 5 stig S-lands, en annars vægt frost.
Á föstudag:
Norðaustanátt og snjókoma eða él, en bjartviðri vestanlands. Frost 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Lægir víða og léttir víða til. Talsvert frost.
Á sunnudag:
Snýst í SV-læga átt með súld V-lands og hlýnar.