Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styttir upp í kvöld
Miðvikudagur 10. október 2007 kl. 09:34

Styttir upp í kvöld

Við Faxaflóa er spáð austan 13-18 m/s og rigningu, en hann lægir í dag og styttir upp í kvöld. Hægviðri og bjart á morgun. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 10.10.2007 06:39. Gildir til: 11.10.2007 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Sunnan og suðaustan 13-18 m/s og rigning eða súld. Lægir talsvert og léttir til á N- og A-landi síðdegis. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á laugardag:
Suðvestanátt og rigning eða skúrir, en úrkomulítið A-lands. Hiti 5 til 12 stig.

Á sunnudag:
Austan- og norðaustanátt. Víða rigning um tíma, en slydda fyrir norðan. Kólnandi veður.

Á mánudag:
Norðanátt og snjókoma eða él norðaustantil á landinu, en léttskýjað S- og V-lands. Hiti 1 til 5 stig að deginum á sunnanverðu landinu, annars 0 til 5 stiga frost.

Á þriðjudag:
Suðvestanátt og heldur hlýnandi veður.
Spá gerð: 10.10.2007 08:06. Gildir til: 17.10.2007 12:00.

Af www.vedur.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024