Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styttir upp á morgun
Miðvikudagur 19. september 2007 kl. 09:13

Styttir upp á morgun

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan og austan átt í dag, 8-13 m/s og rigning. Hægari norðaustan átt og skúrir síðdegis. Norðaustan 8-13 m/s á morgun og þurrt að mestu. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:

Gengur í norðan 8-13 með rigningu eða slyddu um landið norðanvert, en léttir smám saman til fyrir sunnan. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag:
Austan hvassviðri með suðurströndinni og rigning, en hægari úrkomulítið norðanlands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Hvöss norðaustan átt og rigning eða slydda um landið norðan- og austanvert en annars úrkomulítið. Hiti svipaður.
Á mánudag og þriðjudag:
Minnkandi norðan átt og skúrir eða él norðanlands, en bjart að mestu sunnantil. Heldur kólnandi veður.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024