Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 7. september 2006 kl. 09:00

Styttir upp á morgun

Á Garðskagavita voru VSV 9 og tæplega 11 stiga hiti klukkan 8
Klukkan 6 í morgun var suðlæg átt á landinu, 8-13 m/s og rigning, en mun hægari austantil og þurrt að mestu. Hiti 4 til 12 stig, svalast norðaustanlands.

 

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 5-10 og dálitlar skúrir. Rigning í kvöld og bætir í vind í nótt. Sunnan 10-15 í fyrramálið, en hægari suðvestan átt og styttir upp eftir hádegi á morgun. Hiti 8 til 13 stig.


Veðurhorfur á landinu til klukka 18 á morgun:

Suðlæg átt 8-13 m/s og rigning um landið vestanvert í fyrstu, en síðan suðvestan 5-10 og dálitlar skúrir. Hægari austantil og úrkomuminna. Fer að rigna um sunnanvert landið síðdegis og bætir í vind í kvöld og nótt. Suðlæg átt 10-18 m/s á morgun og rigning eða skúrir. Hiti 9 til 15 stig að deginum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024