SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Stytta sér leið og valda slysahættu
Þriðjudagur 15. september 2009 kl. 08:17

Stytta sér leið og valda slysahættu


Nokkur brögð hafa verið af því að ökutækjum hafi verið ekið eftir göngustíg á milli Suðurhóps og Austurhóps  í Grindavík til að stytta sér leið en slíkt er að sjálfsögðu stranglega bannað. Íbúar þarna í grennd hafa kvartað yfir þessu og fyllti mælinn þegar litlu mátti muna að slys hlytist af fyrir skömmu er bíl var nærri því ekið á barn.
Það eru vinsamleg tilmæli til ökumanna að stytta sér alls ekki leið þarna á milli enda er göngustígurinn eingöngu ætlaður gangandi vegfarendum. Þeir sem verða vitni að slíkum akstri er jafnframt beiðnir að láta lögreglu vita.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025