Styrkveiting á Kvenréttindadaginn
Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu (KSGK) hlaut á kvenréttindaginn, þann 19. júní sl. styrk frá Auði Capital. Þessi styrkur verður notaður til að halda Landsþing Kvenfélagasambands Íslands í september nk. KSGK er gestgjafi þingsins. Þingið verður haldið í Reykjanesbæ og má reikna með u.þ.b. 200 konum af öllu landinu.
Styrkurinn er veittur úr sjóði sem heitir ,,Dagsverk Auðar" og er hann samfélagsverkefni starfsmanna Auðar Capital og felst í því að starfsmenn gefa andvirði dagslauna á hverju ári í verðugt málefni. Í ár völdu starfsmenn að veita m.a. KSGK styrk úr sjóðnum.
Frá vinstri á mynd, Krístín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital, Oddný Þóra Helgadóttir ritari KSGK og Sigríður Finnbjörnsdóttir formaður KSGK