Styrkur til Þroskahjálpar á Suðurnesjum
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., Fríhöfnin ehf. og Golfklúbbur Suðurnesja öfluðu 150.000 kr. á golfmóti FLE og Fríhafnarinnar þann 1.september 2006.
Upphæðin safnaðist á holu 1 og holu 14, en á þeim holum höfðu þátttakendur tækifæri til þess að kaupa högg af atvinnukylfingi sér til framdráttar. Þátttakendur tóku þessu fagnandi og nýttu allir sem einn tækifærið til að styðja gott málefni.
GS lagði til kylfinga og FLE og Fríhöfnin tvöfaldaði þá upphæð sem safnaðist. Því er styrkur til Þroskahjálpar á Suðurnesjum 300.000 kr.
Á mynd: Halldóri Leví Björnsson formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Elín Árnadóttir staðgengill forstjóra FLE, Sóley Ragnarsdóttir forstöðumaður starfsþróunarsviðs FLE og Gylfi Kristinsson framkvæmdastjóri GS.
Upphæðin safnaðist á holu 1 og holu 14, en á þeim holum höfðu þátttakendur tækifæri til þess að kaupa högg af atvinnukylfingi sér til framdráttar. Þátttakendur tóku þessu fagnandi og nýttu allir sem einn tækifærið til að styðja gott málefni.
GS lagði til kylfinga og FLE og Fríhöfnin tvöfaldaði þá upphæð sem safnaðist. Því er styrkur til Þroskahjálpar á Suðurnesjum 300.000 kr.
Á mynd: Halldóri Leví Björnsson formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Elín Árnadóttir staðgengill forstjóra FLE, Sóley Ragnarsdóttir forstöðumaður starfsþróunarsviðs FLE og Gylfi Kristinsson framkvæmdastjóri GS.