Styrkur til NES vegna utanlandsferðar
Styrktarsjóður Þroskahjálpar og Landsbankans veitti í síðustu viku íþróttafélaginu NES 250 þúsund króna styrk vegna fyrirhugaðrar utanlandsferðar félagsins til Manchester og Liverpool í sumar. Á milli 80 og 90 félagsmenn ásamt fylgdarfólki ætla að leggja land undir fót í tilefni af 15 ára afmæli félagsins og að sjálsögðu verið komið við á íþróttaleikvöngum stórliðanna. Safnað hefur verið ferðinni með ýmsum fjáröflunum og styrkjum frá fyrirtækjum.
Styrktarsjóðurinn var stofnaður árið 2005 af Þroskahjálp á Suðurnesjum og Landsbankanum, sem þá lagði til 3 milljónir kr. sem stofnframlag í sjóðinn.
Á myndinni eru Kjartan Steinarsson og Björg Hafsteinsdóttir frá íþróttafélaginu NES ásamt Almari Þór Sveinssyni, útibússtjóra og sjórnarformanni styrktarsjóðsins.
VF-mynd: elg
Styrktarsjóðurinn var stofnaður árið 2005 af Þroskahjálp á Suðurnesjum og Landsbankanum, sem þá lagði til 3 milljónir kr. sem stofnframlag í sjóðinn.
Á myndinni eru Kjartan Steinarsson og Björg Hafsteinsdóttir frá íþróttafélaginu NES ásamt Almari Þór Sveinssyni, útibússtjóra og sjórnarformanni styrktarsjóðsins.
VF-mynd: elg