Styrkur í skiltagerð við Gunnuhver
Ferðamálasamtök Suðurnesja fengu milljón króna styrk frá Ferðamálastofu vegna úrbóta á ferðamannastöðum. Styrkurinn fer í gerð á upplýsingaskilti við Gunnuhver. Alls hlutu 28 verkefni styrk að heildarupphæð 33 milljónir króna.
Styrkjum vegna úrbóta á ferðamannastöðum hefur verið úthlutað árlega frá 1995 og var þetta því í 17. skipti. Á þessum tíma hefur Ferðamálastofa varið yfir 700 milljónum króna til framkvæmda á um 300 stöðum á landinu.