Styrkur frá Vísindasjóði háskólasjúkrahúss til psoriasisrannsóknar
Vísindasjóður Landspítala – háskólasjúkrahúss veitti 680 þúsund króna styrk í rannsóknina “Bláa Lóns psoriasismeðferð”. Um er að ræða klíníska rannsókn sem Bláa Lónið vinnur nú að í samstarfi við Landspítala – háskólasjúkrahús. Rannsóknin er doktorsverkefni Jennu Huldar Eysteinsdóttur læknis. Hún veitti styrknum móttöku þann 29. apríl við hátíðlega athöfn á vísindadögum Landspítala “Vísindi á Vordögum.” Jenna Huld kynnti jafnframt niðurstöður forrannsóknar verkefnisins við þetta tækifæri.
Myndin: Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala, afhendir Jennu Huld Eysteinsdóttur styrk vegna Bláa Lóns psoriasisrannsóknar.