Styrktu Minningarsjóð Ölla um hálfa milljón
Kaupfélag Suðurnesja afhenti fulltrúum Minningarsjóðs Ölla hálfa milljón króna þegar félagið hélt fulltrúaráðsfund sinn í síðustu viku. Særún Lúðvíksdóttir, önnur tveggja umsjónarkvenna sjóðsins, mætti á fundinn hjá KSK og sagði frá starfsemi hans. Ungir fulltrúar minningarsjóðsins, tvö körfuboltaungmenni, tóku við styrknum sem Sigurbjörn Gunnarsson, formaður KSK, afhenti.