Styrktu Hæfingarstöðina og Velferðarsjóð
Það var kátt á hjalla í Hæfingarstöðinni í síðustu viku þegar fulltrúar ‘59 árgangsins komu færandi hendi og afhentu Hæfingarstöðinni og Velferðarsjóði styrk í tilefni 50 ára fermingarafmælis árgangsins.
Það var Björk Birgisdóttir sem talaði f.h. árgangsins og Margrét Þóra Benediktsdóttir og Sesselja G. Halldórsdóttir voru með henni við tilefnið. Í nefndinni voru Erla Guðjónsdóttir, formaður, Guðmundur Guðlaugsson og Sesselja G. Halldórsdóttir. Erla og Guðmundur gátu því miður ekki verið við afhendingu á styrkjunum.