Styrktarreikningur vegna láts Péturs Helga Guðjónssonar stofnaður
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur vegna sviplegs fráfalls Péturs Helga Guðjónssonar úr Sandgerði, en hann lést í mótorhjólaslysi í Garði föstudaginn 4. júní. Pétur Helgi lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem búa í Sandgerði. Það eru vinir og aðstandendur Péturs Helga sem standa fyrir söfnuninni. Þeir sem vilja styðja ekkju Péturs er bent á reikning í Sparisjóðnum í Keflavík: 1109-05-410100.
Útför Péturs Helga fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 16.