Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styrktarhátíð Franks Bergmanns á sunnudaginn
Fimmtudagur 7. september 2006 kl. 14:46

Styrktarhátíð Franks Bergmanns á sunnudaginn

Styrktarhátíð Franks Bergmanns Brynjarssonar verður haldinn í Festi Grindavík, næstkomandi sunnudag frá klukkan 17-19. Húsið verður opnað klukkan 16:30.
Fjöldi skemmtikrafta mun koma fram í þéttskipaðri dagskrá við allra hæfi, s.s. Skítamórall, Bigalow, Latibær, Bríet Sunna, Ingó, Rúnar Júlíusson, Ellen Kristjánsdóttir, Bjarna Ara og Ástvaldur Traustason, Kristján Kristjánsson og fleiri. Miðaverð verður kr. 1500 fyrir fullorðna og börn yngri en 12 ára greiða kr. 1000. Kynnir verður Gulli Helga.
Þeir sem vilja legga málefninu lið með öðrum hætti er bent á að hægt er að leggja frálst framlag inn á söfnunarreikning nr. 0143-26-199, kt. 140996-3199.

Frank Bergmann er 10 ára gamall og greindist með hvítblæði fyrir nokkru síðan. Til stendur að hann fari til Svíþjóðar í beinmergsskipti.


 

Mynd: Frank Bergmann á marga góða að sem vilja leggja honum og fjölskyldu hans lið í veikindum hans. Þessi mynd er tekin í vor þegar félagar hans og vinir í körfunni efndu til boltamaraþons.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024