Styrktarátak Sparisjóðsins skilaði 21,5 milljón
21.433.000 krónur söfnuðust í styrktarátaki Sparisjóðsins fyrir átta félagasamtök til verkefna á sviði uppbyggingu, fræðslu, og þróunar í geðheilbrigðismálum. Styrktarátakinu lauk á aðfangadag jóla en styrkirnir voru afhentir forsvarsmönnum félaganna fimmtudaginn 28. desember segir í fréttatilkynningu.
Til að taka þátt í átakinu þurftu viðskiptavinir Sparisjóðsins ekki að kosta neinu til, heldur aðeins að velja eitt af verkefnunum átta og gaf Sparisjóðurinn jafnharðan þúsund krónur til þess verkefnis. Tekin var sú ákvörðun að veita vel til líknarmála í ár í stað þess að gefa viðskiptavinum jólagjafir. Viðskiptavinir voru þá einnig hvattir til að bæta við viðbótarframlagi og var opnaður söfnunarsími svo allir landsmenn gætu tekið þátt.
Styrkirnir skiptust samkvæmt vilja viðskiptavina og annarra þátttakenda og kom því ekki nákvæmlega sama upphæðin í hlut hvers félags. Hæstan styrk hlaut Geðhjálp, 4,8 milljónir króna sem verður varið til eflingar og uppbyggingar félagsins á landsbyggðinni með stofnun sjö nýrra deilda. Að meðaltali hlaut hvert félag ríflega 2,5 milljónir í styrk.
Félögin sem hlutu styrki í dag eru ADHD samtökin, Forma, Geðhjálp, Hugarafl, Klúbburinn Geysir, Ný leið, tilraunaverkefnið "Lífslistin", Rauði krossinn og Spegillinn.
Sparisjóðirnir hafa á undanförnum árum stutt vel við ýmis málefni í heimabyggð. Í ár hafa þeir varið um 200 milljónum króna til styrktar íþrótta-, líknar- og menningarmálum.
Til að taka þátt í átakinu þurftu viðskiptavinir Sparisjóðsins ekki að kosta neinu til, heldur aðeins að velja eitt af verkefnunum átta og gaf Sparisjóðurinn jafnharðan þúsund krónur til þess verkefnis. Tekin var sú ákvörðun að veita vel til líknarmála í ár í stað þess að gefa viðskiptavinum jólagjafir. Viðskiptavinir voru þá einnig hvattir til að bæta við viðbótarframlagi og var opnaður söfnunarsími svo allir landsmenn gætu tekið þátt.
Styrkirnir skiptust samkvæmt vilja viðskiptavina og annarra þátttakenda og kom því ekki nákvæmlega sama upphæðin í hlut hvers félags. Hæstan styrk hlaut Geðhjálp, 4,8 milljónir króna sem verður varið til eflingar og uppbyggingar félagsins á landsbyggðinni með stofnun sjö nýrra deilda. Að meðaltali hlaut hvert félag ríflega 2,5 milljónir í styrk.
Félögin sem hlutu styrki í dag eru ADHD samtökin, Forma, Geðhjálp, Hugarafl, Klúbburinn Geysir, Ný leið, tilraunaverkefnið "Lífslistin", Rauði krossinn og Spegillinn.
Sparisjóðirnir hafa á undanförnum árum stutt vel við ýmis málefni í heimabyggð. Í ár hafa þeir varið um 200 milljónum króna til styrktar íþrótta-, líknar- og menningarmálum.