Styrkja vinabæjarferð til Noregs
Vinabæjarsamband Sveitarfélagsins Voga og Fjaler kommune í Noregi var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs í Vogum. Erindi frá Norræna félaginu í Vogum var lagt fram með beiðni um styrk vegna fyrirhugaðrar ferðar tíu unglinga og fjögurra fullorðinna til Fjaler í Noregi 7.–11. júní næstkomandi.
Bæjarráð samþykkti á fundunum að styrkja verkefnið um 300 þúsund krónur.