Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Styrkja viðburði og menningarverkefni í aðdraganda jóla
Fimmtudagur 29. október 2020 kl. 10:28

Styrkja viðburði og menningarverkefni í aðdraganda jóla

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar, Súlan, hefur samþykkt að fela forstöðumanni Súlunnar að auglýsa verkefnastyrki til umsóknar sem nýst geta til viðburðahalds eða menningartengdra verkefna í aðdraganda jóla.

Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi, mætti á síðasta fund Súlunnar þar sem menningarsjóður var til umfjöllunar. Í mars síðastliðnum var úthlutað úr menningarsjóði til ákveðinna menningarverkefna sem til stóð að framkvæma á árinu. Nú hefur komið í ljós að vegna Covid-19 verður ekki unnt að framkvæma nema hluta verkefnanna og því munu styrkir vegna óunninna verkefna falla niður. Fjármunirnir verða því nýttir til til að styrkja viðburðahald og menningartengd verkefni á aðventunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024