Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Styrkja verkefni sem eru líkleg til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 1. apríl 2022 kl. 07:03

Styrkja verkefni sem eru líkleg til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ

Menningar- og atvinnuráð samþykkir endurskoðaðar reglur um Menningarsjóð Reykjanesbæjar á síðasta fundi sínum. Alls bárust 24 umsóknir um verkefnastyrki upp á tæpar nítján milljónir króna og ellefu menningarhópar sóttu um endurnýjun á þjónustusamningi við sveitarfélagið. Heildarupphæð til úthlutunar úr sjóðnum er kr. 4.890.000. Megin markmið sjóðsins er að styrkja verkefni sem eru líkleg til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ. Tólf verkefni hlutu styrk að þessu sinni að upphæð kr. 3.250.000 og kr. 1.640.000 var veitt í þjónustusamninga við starfandi menningarhópa í sveitarfélaginu.

Úthlutanir til þjónustusamninga:
• Eldey, kór eldri borgara, kr. 70.000,-
• Danskompaní, kr. 300.000,-
• Norræna félagið, kr. 70.000,-
• Sönghópur Suðurnesja, kr. 70.000,-
• Söngsveitin Víkingar, kr. 70.000,-
• Kvennakór Suðurnesja, kr. 170.000,-
• Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum, kr. 70.000,-
• Ljósop, félag áhugaljósmyndara, kr. 70.000,-
• Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ, kr. 80.000,-
• Leikfélag Keflavíkur, kr. 500.000,-
• Karlakór Keflavíkur, kr. 170.000,-

Úthlutanir verkefnastyrkja:
• Óperustúdíó Norðuróps, Mozart Requiem, kr. 800.000,-
• Rúnar Þór Guðmundsson, Þrír tenórar, tónleikar, kr. 150.000,-
• Steinbogi ehf., Ein elti fugla, stuttmynd, kr. 200.000,-
• Sólmundur Friðriksson, Fast þeir sóttu „showin“, kr. 300.000,-
• Natalia Chwala, Vinnustofur í myndlist fyrir börn af pólskum uppruna, kr. 300.000,-
• Alexandra Chernyshova, Nýárstónleikar, kr. 150.000,-
• Svanur Gísli Þorkelsson, Keflavík er drullutík, bók, kr. 300.000,-
• Kristján Jóhannsson, Kóngarnir karlakvartett, tónleikar, kr. 150.000,-
• Jón Rúnar Hilmarsson, Eldgosið í Fagradalsfjalli, heimildamynd og ljósmyndasýning, kr. 150.000,-
• Brynja Ýr Júlíusdóttir, Söngleikjatónleikar Leikfélags Keflavíkur, kr. 150.000,-
• Jóhanna María Kristinsdóttir, Kennaratónleikar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, kr. 600.000,
Beiðni hafnað að þessu sinni:
• Sigmar Þór Matthíasson, tónleikar í Bergi.
• Brekvirki ehf., tónleikar í Bergi og á Hrafnistu.
• Gunnhildur Þórðardóttir, Myndlistarskóli Reykjanesbæjar.
• Dominika Anna Madajczak, þýðing heimasíðu Reykjanesbæjar á pólsku.
• Kvennakór Suðurnesja, Vortónleikar - Perlur - hittarar frá 1940 til nútímans.
• Nína Rún Bergsdóttir, sviðsbardaganámskeið.
• Svanur Gísli Þorkelsson, ljóð og píanó.
• Sirkus Ananas, sirkussýningin Glappakast.
• Víkingaheimar ehf., sýndarveruleiki í Víkingaheimum.
• Gunnar Ingi Guðmundsson, upptökur á nýrri tónlist.
• Gerður Sigurðardóttir, námskeið hjá Duus handverk.
• Fjörheimar, Skapandi smiðjur Vinnuskólans og Fjörheima.
• Orkustöðin ehf., kyrrðarstundir í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024