Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Styrkja starf eldri borgara
Föstudagur 24. mars 2017 kl. 06:00

Styrkja starf eldri borgara

- Starfsmannafélag Suðurnesja fagnar 60 ára afmæli

Starfsmannafélag Suðurnesja varð 60 ára síðasta mánudag, 20. mars. Í tilefni af tímamótunum veitti félagið styrki til Félags eldri borgara á Suðurnesjum og til félagsstarfs á hjúkrunarheimilunum Nesvöllum, Hlévangi og Víðihlíð. Virkir félagar í Starfsmannafélagi Suðurnesja eru 734 talsins.

Myndin af ofan var tekin við afhendingu styrkjanna í vikunni. Frá vinstri Stefán Ólafsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, Ástríður Sigþórsdóttir, varamaður í stjórn, Eiríkur Bjarki Eysteinsson, gjaldkeri, Þuríður Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæ, Stefanía Sigríður Jónsdóttir, forstöðumaður Miðgarðs, félagsstarfs eldri borgara í Grindavík, Hlín Sigurþórsdóttir, Sigurður Jónsson og Árni Júlíusson frá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024