Styrkja hjálparstarf á Haíti um 100 krónur á hvern íbúa
Bæjarsjóður Grindavíkur mun styrkja hjálparstarf á Haíti um 300 þúsund krónnur eða sem samsvarar 100 krónum á hvern íbúa í Grindavík. Þetta var samþykkt samhjóða á fundi bæjarráðs í fyrradag.
Nýlega ákváðu bæjaryfirvöld í Sandgerði að veita 100 krónum á hvern íbúa í bæjarfélaginu til hjálparstarfa á Haíti. Upphæðin var samtals 175 þúsund krónur.
---
Mynd/Oddgeir Karlsson - Frá Grindavík.